Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Paul Pierce er ennþá lifandi

Paul Pierce setur eina stóra í "grillið" á Serge Ibaka.


Óskum efir ritara!

Jæja, þá erum við að klára að hanna vefsíðuna og hún mun heita Körfubolti.net um helgina líklega.

Við erum einungis að skrifa sem áhugamenn og erum við mjög uppteknir flesta daga vikunnar, svo við vorum að spá ef einhver gæti gerst fréttaritari hjá okkur, og þá sérstaklega til að skrifa um Iceland Express deildina á Íslandi þar sem áhugasvið okkur stefnir frekar á NBA deildina.

Þá myndir þú auðvitað fá netfang hjá okkur (dæmi: jon.jonsso@korfubolti.net) og auðvitað frítt.

Svo minnum við á að hægt er að auglýsa á körfubolti.net fyrir 500 til 1500 krónur.


Spurs á sigurgöngu - Úrslit næturinnar

Manu GinobiliTíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Utah Jazz hafa nú unnið tvo leiki í röð á geysisterkum liðum en í gærkvöldi unnu þeir Orlando Magic.

Þá eru San Antonio Spurs í sigurgírnum en þeir eru komnir í þriðja sæti Vestursins með sex sigra og eitt tap. Hinum megin í villta vestrinu er reyndar ekkert að gerast en Houston Rockets töpuðu gegn Washington Wizards, 98-91.

Golden State Warriors héldu áfram sigurgöngu sinni í nótt en þeir unnu nauman sigur á New York Knicks í nótt, 117-122  og sitja í fimmta sæti Vesturstrandarinnar með sex sigra og tvö töp.

Nú hafa Atlanta Hawks tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni en þeir töpuðu fyrir Milwaukee Bucks í nótt, 91-108.

Þá réttu New Jersey úr kútnum eftir fimm leikja taphrinu og unnu Cleveland Cavaliers, 87-95, þar sem Devin Harris var sem áður í broddi fylkingar með 31 stig 9 stoðsendingar.

Atlanta 91-108 Milwaukee
Orlando 94-104 Utah
Toronto 96-101 Charlotte
Cleveland 87-95 New Jersey
New York 117-122 Golden State
Memphis 91-106 Dallas
Oklahoma 109-103 Philadelphia
San Antonio 107- 95 LA Clippers
Sacrameno 89-98 Minnesota

Við viljum minna á að við verðum ekki mikið lengur hér því við verðum Körfubolti.net eftir örfáa daga.

 
 
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband