Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Úrslit næturinnar
17.10.2009 | 17:30
Fimm leikir voru spilaðir í nótt og fóru þeir svona:
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Black Mamba alltaf með sína stæla...
16.10.2009 | 20:40
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bron með svínó?
16.10.2009 | 14:04
Svo gæti farið að kóngurinn LeBron James sé með hina illræmdu svínaflensu, en hann er með einkenni inflúensunnar. Hann fer í rannsókn á morgun og þar kemur í ljós hvort
hann sé með flensuna.
David Stern og hans menn í stjórn NBA sögðust vera hræddir þannig séð við flensuna, en nú er deildin í vandræðum með flensuna, í miklum fjárhagserfiðleikum, meðal annars með dómara og stjörnuleikmenn hafa verið meiddir, verður einhver að spila í deildinni á komandi tímabili?
Tveir aðrir leikmenn Cleveland Cavaliers eru með einkenni flensunnar, en það eru þeir Darnell Jackson og Coby Karl, en Karl er þó ekki að fara að spila með þeim á venjulega tímabilinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
15.10.2009 | 13:01
Sjö leikir fóru fram í nótt og úrslitin eru hér að neðan.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Umfjöllun
14.10.2009 | 10:34
Eins og fram hefur komið hér á nba.blog.is fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt.
Pistons 98 - 101 Wizards
Leikurinn var aldrei búinn en þó náðu Wizards góðu forskoti í síðasta leikhlutanum, eða 13 stig sem Pistons náðu að vinna upp, en þó töpuðu þeir með þremur stigum. Wizards skoruðu 40 stig inni í teignum en Piston 38. Will Bynum fór fyrir liði Piston með 23 stig og 4 stoðsendingar en Rip Hamilton var með 14 stig og 4 tapaða bolta. Gilbert Arenas var með bestu mönnum leiksins með 24 stig og 5 stoðsendingar, en þó tapaði hann 6 boltum. Antawn Jamison var einnig mjög góður í leiknum með 15 stig og 11 fráköst á 31 mínútu.
Nets 88 - 91 Celtics
Eftir fyrsta leikhluta voru liðin jöfn með 29 stig á hvort liðið en í hálfleik leiddu New Jersey-menn með 13, 60-47. Boston voru ekki með Kevin Garnett og Paul Pierce, en þeir voru í jakkafötum á bekknum og Ray Allen spilaði ekkert en var í búningi. Rasheed Wallace var besti leikmaður Celtics, en þó sneri hann sig á ökkla og fór á bekkinn, en hann var með 20 stig og 9 fráköst. Nets áttu tækifæri til að jafna í 91-91 í lok leiks en klikkuðu úr þriggja stiga skoti. Courtney Lee var stigahæstur hjá Nets með 21 stig en hjá Boston var það sem fyrr segir Sheed Wallace en á eftir honum komu Rajon Rondo og Glen "Big Baby" Davis með 18 stig, auk þess sem Rondo gaf 13 stoðsendingar.
Knicks 85 - 93 76ers
Bæði lið áttu mest 10 stiga forskot en Philadelphiu-menn stóðu uppi sem sigurvegarar. Sixers skoruðu 13 stig úr hraðaupphlaupum en Knicks aðeins 4. Bæði lið skoruðu 40 stig inni í vítateignum, en eina tæknivillan í leiknum kom seint í fjórða leikhluta frá Nate Robinson sem spilaði númer 2 en ekki #4 eins og síðustu ár. Hjá Philly skoraði Thaddeus Young 26 stig og reif niður 6 fráköst, en á eftir honum var Elton Brand með 20 stig og 8 fráköst. Andre Igoudala skoraði 15 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Lou Williams skorðai 14 stig, hirti 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þá reif Samuel Dalembert niður 12 fráköst, þar á meðal 10 varnarfráköst.
Al Harrington var stigahæstur hjá Knicks, en síðan kom Wilson Chandler með 16 stig og 8 fráköst. Nate Robinson var með 15 stig og 4 stoðsendingar og David Lee skoraði 8 stig og hirti 12 fráköst eins og Dalembert.
Bulls 87 - 86 Bucks
Bucks unnu fyrsta fjórðung, 22-30 en Bulls-menn rifu sig upp og fóru inn í seinni hálfleikinn einu stigi yfir, 44-43. Hvorugt liðið var með góða vítanýtingu, en Bulls voru með 55 prósent og Bucks skoruðu úr 58 prósentum vítaskota sinna. Þegar 24 sekúndur voru eftir skoraði Jannero Pargo úr vítinu sem kom Bulls yfir, 87-86. Milwaukee áttu fjórar góðar tilraunir til að vinna leikinn en mistókust þær allar þó að þrjár af þessum fjórum vinningstilraunum hafi verið galopnar. Joakim Noah fór fyrir Bulls-mönnum með 20 stig og 16 fráköst, en á eftir honum kom Taj Gibson með 15 stig og 10 fráköst. Þá var Kirk Hinrich með 13 stig og James Johnson 11.
Hornets 86 - 121 Magic
Magic voru sterkari aðilinn frá upphafi til enda, en þó byrjuðu Hornets á því að ná 6 stiga forystu í byrjun leiks, en síðan sáu þeir engan vonarneista. Hornets-menn voru hins vegar með 30 stig í teignum en Orlando-menn aðeins 26 þar sem D12 spilaði aðeins í tæpar 20 mínútur. Stigahæstur Orlando-manna var Ryan Andersen með 22 stig. Mickael Pietrus kom sterkur inn af bekknum með 19 stig og Vince Carter skoraði 18. David West skoraði 14 stig fyrir Hornets og Chris Paul var með 13 stig og 6 stoðsendingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
14.10.2009 | 09:44
Það voru fimm leikir á dagskrá í nótt og Orlando Magic niðurlægðu New Orleans Hornets. Annars voru allir leikirnir mjög jafnir, en Boston Celtics unnu nauman sigur á grönnum sínum frá New Jersey. Úrslit næturinnar eru hér að neðan.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arroyo aftur í NBA
13.10.2009 | 19:43
Carlos Arroyo hefur snúið aftur í NBA eftir eins árs vist hjá ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv, en þar var hann með 15,3 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Arroyo hefur átt ágætis feril í NBA, en hann skoraði 12,6 stig og gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu 2003-04 þar sem hann var byrjunarliðsbakvörður Utah Jazz.
Síðast þegar hann spilaði í NBA var hann með Flórída-liðinu Orlando Magic, en hefur hann komist að samkomulagi við Miami Heat til eins árs, en Heat eru einnig í Flórída. Hann kemur til með að koma inn á fyrir Mario Chalmers í bakverðinum meðan Chris Quinn er meiddur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
13.10.2009 | 19:18
Sex leikir fóru fram í nótt og í spennu næturinnar unnu Oklahoma Thunder Steve Nash og félaga frá Phoenix, en leikurinn fór í framlengingu og var æsispennandi allan tímann.
Hawks 107-90 Bobcats
Cavaliers 111-94 Olympiacos
Magic 102-83 Grizzlies
Thunder 110-105 Suns
Bucks 96-92 Rockets
Clippers 124-117 Warriors
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)