Úrslit næturinnar

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt, en ekki var mikil spenna í leikjunum. Aðeins einn leikur vannst með undir 5 stiga mun en það var leikur New Orleans og Houston sem fór 99-95 fyrir Houston. Þá fengu Phoenix Suns heimsókn frá Grizzlies-mönnum og áttu í töluverðum vandræðum með þá. 103-128 var lokaniðurstaðan þar, fyrir Grizzlies.


Nets 86 - 94 Cavaliers
Heat 97 - 107 Bobcats
Pacers 122 - 111 Timberwolves
Wizards 86 - 97 Spurs
Celtics 103 - 96 Raptors
Bulls - 101 93 Magic
Hornets 99 - 95 Rockets
Bucks 103 - 97 Thunder (OT)
Suns 103 - 128 Grizzlies
Jazz 95 - 105 Nuggets
Blazers 105 - 96 Warriors
Kings 91 - 99 Mavericks

Hins vegar var leikur Miami-manna og Bobcats nokkuð spennandi, en þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum leiddu Bobcats-menn með tveimur stigum, 78-80. Stephen Jackson var að "drita" í leiknum og skoraði 35 stig og tók 8 fráköst.

Einn leikur í viðbót var spennandi og það var framlengdi leikurinn, Bucks-Thunder. Stigaæstur á vellinum var Kevin Durant með 31 stig, en það dugði ekki til og Bucks unnu 6 stiga sigur, 103-97. Hjá sigurliðinu var Michael Redd með 27 stig og 7 fráköst.

Án Melo og Billups voru Denver Nuggets ekki í vandræðum með Utah Jazz, en í nótt stigu bara aðrir menn upp, til dæmis Ty Lawson (18 stig, 9 stoð) og Aaron Afflalo (13 stig).

Memphis Grizzlies unnu ótrúlegan 25 stiga sigur á Phoenix Suns (á heimavelli Suns-manna), 103-128. O.J. Mayo skoraði 25 stig og gaf 4 stoðsendingar en nýliðinn Sam Yong átti hörkuleik með 22 stig. Þá skoraði Hasheem Thabeet 10 stig, tók 5 fráköst og varði 3 skot, sem er besti leikur ferils hans.

Brandon Roy, Blazers, 37 stig.
Emeka Okafor, Hornets, 16 fráköst.
Steve Nash, Suns, 13 stoðsendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband