Úrslit næturinnar - Boston töpuðu aftur
29.12.2009 | 11:15
Boston Celtics töpuðu aftur gegn liði sem dólar á botni vestursins, en nú heimsóttu þeir Golden State Warriors. Monta Ellis skoraði 37 stig á 48:00 mínútum fyrir Warriors, en hjá Boston var Rajon Rondo með 30 stig og 15 stoðsendingar.
Andris Biedrins sneri aftur í leiknum eftir að hafa setið á hliðarlínunni undanfarna mánuði vegna meiðsla.
Þá töpuðu LA Lakers stórt fyrir Phoenix Suns, Kobe Bryant skoraði 34 stig og tók 7 fráköst, en hann tók 26 skot og aðeins 14 voru ofan í af þeim. Bekkur Suns-manna leiddi þá til sigurs, en Jason Richardson skilaði einungis 4 stigum með einn "þribba" og eitt víti ofan í.
Goran Dragic skoraði 14 stig og Leandro Barbosa skilaði 11 stigum. Stigahæstur í nótt var Kevin Durant sem skoraði heil 40 stig gegn New Jersey Nets, en Thunder fóru frekar illa með Devin Harris og félaga.
Bobcats 94 - 84 Bucks
Nets 89 - 105 Thunder
Grizzlies 116 - 111 Wizards
Suns 103 - 118 Lakers
Blazers 93 - 104 Sixers
Kings 106 - 101 Nuggets
Warriors 103 - 99 Celtics
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning