Davis tryggði Clippers sigurinn (umfjöllun)
28.12.2009 | 10:41
Baron Davis tryggði LA Clippers tveggja stiga sigur gegn Boston Celtics í nótt, 92-90. Leikurinn fór fram á heimavelli Clippers, Staple Center, en Boston höfðu unnið 9 útileiki +í röð.
Rajon Rondo skilaði 20 stigum fyrir Celtics-menn, en Baron Davis skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar.
Aðrir leikir voru einnig skemmtilegir, en San Antonio Spurs sóttu sigur í Madison Square Garden, 88-95, en Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Spurs.
Cleveland Cavaliers kláruðu Houston Rockets í seinni hálfleik, en þegar lið héldu til búningsherbergja í hálfleik hafði Mo Williams sett flautukörfu sem kom Cavs-mönnum þremur stigum yfir.
Úrslit næturinnar koma innan skamms.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning