Boston unnu Magic - Cavs yfir í hálfleik
25.12.2009 | 23:48
Boston Celtics unnu fyrir skömmu þægilegan sigur á Orlando Magic, 77-86. Hvert einasta stig sem Vince Carter skoraði dugði ekki til, en hann skilaði 27 stigum. Þá skoraði Dwight Howard aðeins 5 stig en tók 20 fráköst!
Tony Allen átti klassaleik, með 16 stig og 4 fráköst, en hann byrjaði sem framherji í liði Celtics vegna fjarveru Paul Pierce.
Cleveland Cavaliers eru 9 stigum yfir í hálfleik gegn LA Lakers, 42-51. LeBron James skoraði sætan "buzzer" frá miðju á lokasekúndu fyrri hálfleiks, en hann taldi ekki. James er með 11 stig og 5 stoðsendingar, en Kobe Bryant er búinn að spila mun betur með 18 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.
Þá unnu Miami Heat erfiðan útisigur á NY Knicks, 87-93. Dyane Wade var í broddi fylkingar hjá Heat með 30 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
Allir leikirnir koma á morgun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning