Harpring og Maynor til OKC

Peter FehseUtah Jazz hafa sent tvo leikmenn, Matt Harpring og Eric Maynor, til Oklahoma City Thunder fyrir réttinn á nýliðanum sem valinn var árið 2002, Peter Fehse.

Maynor er búinn að vera ágætur á tímabilinu með 5,2 stig og 3,1 stoðsendingu. Hann var valinn í nýliðavalinu af Jazz númer 20, en hann var í Virginia Commonwealth-háskólanum.

Harpring hins vegar er meiddur og var í sumar að spá í því að hætta. Hann hefur ekki spilað leik á tímabilinu, en á síðasta tímabili spilaði hann 63 leiki og skoraði 4,4 stig og tók 2,0 fráköst að meðaltali í leik.

Þýski framherjinn Peter Fehse var valinn nr. 49 í nýliðavalinu árið 2002 af Seattle SuperSonics, en þeir gerðu ekki samning við hann, svo hann hélt áfram í Evrópu og Oklahoma áttu réttinn á honum síðan þeir fluttust þangað. Nú hafa Utah Jazz fengið réttin og gætu tekið hann í liðið hvenær sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband