Raptors - Hornets (umfjöllun)

Calderon sækir á körfu Hornets mannaLeikur Toronto Raptors og New Orleans Hornets var í þann veginn að klárast, en Raptors unnu þægilegan sex stiga sigur, 98-92. Hornets komust aldrei nema 5 stigum yfir og Chris Bosh var í miklu stuði hjá Raptors.

Fáir leikmenn Hornets náðu sér á strik, en atkvæðamesti maður þeirra var David West með 21 stig og 12 fráköst, en hins vegar gerði hann þrjár villur.

Chris Paul kom sér engan veginn á blað en hann var með 7 stoðsendingar, 8 fráköst, 10 stig og 5 tapaða bolta. Hins vegar var nafni hans, Chris Bosh, í stuði með 25 stig, 11 fráköst og 2 stoðsendingar, en hann tapaði hins vegar 6 boltum, sem er ekki gott.

Raptors hafa unnið báðar viðureignir liðanna á tímabilinu, en þau mættust í byrjun nóvember í New Orleans og þá báru Raptors sigur af hólmi, 90-107. Raptors eru nú komnir í 8. sæti austursins en Hornets-menn sitja fastir í 10. sætinu í vestrinu með 12 sigra og 14 töp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband