Thunder unnu Pistons (umfj.)
19.12.2009 | 11:40
Detroit Pistons heimsóttu Oklahoma City Thunder í nótt og var spilaður skemmtilegur leikur þar.
Detroit byrjuðu mun betur, en Rodney Stuckey var sjóðandi heitur í fyrsta en Pistons leiddu eftir hann, 24-27.
Kevin Durant aftur á móti fór að taka sig saman í andlitinu í öðrum leikhluta og leiddi lið sitt til eins stig sigur í hálfleik, 62-61.
Jeff Green átti glimrandi þriðja leikhluta, en Russel Westbrook var duglegur við að gefa boltann á hann þar sem Green var sjóðandi heitur alls staðar á vellinum.
Thunder unnu með 11 sigum, 109-98, en stigahæsti maður leiksins var Rodney Stuckey með 31 stig, en hann tók einnig 5 fráköst. Kevin Durant skoraði 27 stig og tók 6 fráköst, en nýliðinn James Harden skoraði 14 stig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning