Wizards munu ekki skipta leikmanni fyrr en Miller snýr aftur
18.12.2009 | 21:56
Samkvæmt heimasíðu www.espn.com munu Washington Wizards ekki skipta leikmanni fyrr en framherjinn Mike Miller snýr aftur eftir meiðsli.
Miller er meiddur á kálf en hann mun snúa aftur í kringum jólin eftir mánaðar frí, en hann meiddist í leik gegn San Antonio Spurs, sem fram fór 21. október síðastliðinn.
Hann er með 9,8 stig og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik, auk þess að hann er með 56,5 prósent þriggja stiga nýtingu á þessu leiktímabili.
Það gæti hugsanlega þýtt að Wizards vilji ekki hafa Miller og ætli að skipta honum fljótlega, en hann kom til liðsins í sumar.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning