Úrslit næturinnar - Kobe enn og aftur með sigurkörfuna
17.12.2009 | 14:58
Kobe Bryant kom LA Lakers á toppinn í allri NBA-deildinni ásamt Boston með flautukörfu gegn Milwaukee Bucks í nótt. Þá unnu Indiana Pacers nauman sigur á Gerald Wallace og félögum í Charlotte, en Pacers eru í 10. sæti austursins.
Hawks 110 - 97 Grizzlies
Pacers 101 - 98 Bobcats
Magic 118 - 99 Raptors
Sixers 101 - 108 Cavs
Nets 92 - 108 Jazz
Bucks 106 - 107 Lakers (OT)
Wolves 95 - 120 Clippers
Hornets 95 - 87 Pistons
Thunder 86 - 100 Mavs
Nuggets 111 - 101 Rockets
Kings 112 - 109 Wizards
Warriors 91 - 103 Spurs
LeBron James var óstöðvandi í leik Cavaliers gegn 76ers en hann skoraði 36 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 ráköst. Þá sneri Mareese Speights til baka eftir nokkurra vikna fjarveru, en hann skilaði 1 stigum í sjö stiga tapi Sixers-manna.
Tim Duncan leiddi San Antonio Spurs til sigur gegn Golden State Warriors, en hann skoraði 27 stig og reif 15 fráköst. Þá gaf Tony Parker 8 stoðsendingar og skoraði 12 stig.
Milwaukee Bucks - Los Angeles Lakers
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning