Stjörnuleikirnir í gær - Magnús þriggja stiga kóngur
13.12.2009 | 14:44
Í gær fóru fram stjörnuleikir KKÍ og var mikið húllum hæ þar á ferð. Fyrst fór fram stjörnuleikur kvenna sem var daufur í bragði, en Iceland Express-liðið fór með sigur af hólmi, 103-85 á Shell-liðinu. Michele DeVault, leikmaður Grindavíkur, skoraði 32 stig fyrir Iceland Express-liðið, en leikmaður vallarins, Heather Ezzel, var með 10 stoðsendingar, 13 fráköst og 29 stig.
Á milli leikjanna var haldin þriggja stiga keppni karla haldin(undankeppni) og í fjögurra manna úrslitum voru Magnús Þór Gunnarsson, Sean Burton, Andre Dabney og Guðjón Skúlason en í hálfleik voru þau haldin og Magnús Þór var með 16 stig, Andre Dabney og Guðjón 9, en síðan var það Burton með 15 stig svo Magnús er þriggja stiga kóngur Íslands árið 2009!!
John Davis er troðslumeistari Íslands árið 2009, en eini íslenski keppandinn í henni var Ólafur Ólafssn sem þurfti a sætta sig við annað sætið í keppninni. Ólafur, sem leikur með Grindavík, vann tímabilið 2007-08 en óskum Davis, leikmanni Ármanns til hamingju með titilinn!
"Celeb"-leikurinn fór fram fyrir karlaleikinn og var hörku spenna þar. Gömlu landsliðsmennirnir unnu, 39-27, en Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var stigahæstur í öllum leiknum með 8 stig en hjá þeim frægu voru Sverrir Bergmann og Bergur Þór Ingólfsson báðir með 6 stig. Þá skoraði Egill "Gilzenegger" Einarsson var með 5 stig. Þá tók Sverrir Bergmann 7 fráköst og Auddi var með þokkalegar sendingar.
Karlaleikurinn var skemmtilegur. Shell-liðið vann með 5 stigum, 134-129, en Cristopher Smith var með 32 stig og 13 fráköst. Maður leiksins var Andre Dabney, í Shell-liðinu með 11 stoðsendingar og 7 stig, en Smith, sem spilar hjá Fjölni lék fyrir IE-liðið. Jóhann Ólafsson, leikmaður UMFN skoraði 11 stig fyrir IE-liðið en Justin Shouse og Sean Burton gáfu báðir 7 stoðsendingar fyrir IE-liðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning