Daniels og Fernandez meiddir

Skotbakverðirnir Marquis Daniels og Rudy Fernandez eru báðir meiddir í augnablikinu, en Daniels mun ekki spila næstu 6-8 vikurnar, en Fernandez mun hefjast handa við æfingar eftir 4-6 vikur ef allt fer eftir áætlun lækna.

Í liði Fernandez, Portland Trail Blazers, eru tveir mikilvægir leikmenn meiddir Greg Oden (út tímabilið) og Fernandez (4-6 vikur). Þetta eru sem sagt mjög erfiðir tímar fyrir Portland en Fernandez meiddist á baki í nótt í 11 stiga sigri Portland á Indiana Pacers.

Daniels mun hefjast handa við æfingar í febrúar, en hann fór í aðgerð á þumalfingri. Hann er búinn að skora 5,7 stig og gefa 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Boston Celtics á tímabilinu, en hann gerði samning við þá í sumar.


Daniels sækir á Fernandez á síðasta tímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband