Þjálfari Bucks í leikbann

Þjálfari Milwaukee Bucks, Scott Skiles, var settur í bann fyrr í dag fyrir að rífa kjaft og yfirgefa ekki leikvöllinn þegar hann var rekinn út í tveggja stig tapi Bucks fyrir Washington Wizards á aðfaranótt miðvikudagsins 2. desember sl.

Leikbannið tók gildi þegar liðið lék gegn Detroit Pistons í nótt og tapaði með 9 stigum. Þetta var því sjötti ósigur liðsins í síðustu 10 leikjum en þeir leika gegn Cleveland Cavaliers aðfaranótt 7. desember en svo leika þeir gegn Boston Celtics aðfaranótt þess 9.

Síðan eiga þeir Toronto til að slaka á en eftir þan leik etja þeir kappi við Portland Trail Blazers sem munu veita þeim mikið mótstig en í leiknum á eftir honum eiga þeir LA Lakers. Erfitt framundan hjá þeim...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband