Njarðvík unnu "El Classico"

Í gær fór fram bræðraslagurinn í íslenska körfuknattleiknum, en Njarðvíkingar fengu heimsókn í Ljónagryfjuna frá Keflvíkingum. Bæði lið voru með 7-1 fyrir leikinn og höfðu einnig bæði fallið gegn Stjörnunni sem eru með 7-2 núna eftir að hafa unnið KR í gærkvöld.

Njarðvíkingar byrjuðu frekar illa en leikurinn fór af stað með látum. Þeir náðu þó að komast yfir eftir um það bil eina mínútu en þeir héldu forskotinu sínu allan tímann eftir það.

Leikurinn fór 76-63 fyrir Njarðvíkingum og mega Keflvíkingar fara svekktir heim í Toyota-höllina sína.

Kristján "Byss" Sigurðsson fór á kostum í leiknum og skoraði 21 stig en hann var með 5 af 9 í þristum. Magnús Þór Gunnarsson skilaði einnig 21 stigi og nokkrum stoðsendingum. Hinn 214 cm hái Egill Jónasson spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og tók 5 fráköst, varði 2 skot en skoraði ekkert. Þá skoraði Friðrik Erlendur Stefánsson 3 stig og reif 13 fráköst, en eins og Egill varði hann 2 skot.

Í liði Keflvíkinga skoraði Rashon Clark einungis 6 stig, en eftir þriðja leikhluta var hann með 1 stig. Hann skoraði svo 5 stig á lokamínútunni. Hörður Axel Vilhjálmsson var með 21 stig og Sigurður Þorsteinsson var með 17 stig og 9 fráköst.


Jóhann var fanta-
góður í leiknum með
14 stig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband