Úrslit næturinnar - Umfjöllun
27.11.2009 | 17:47
Atlanta Hawks 76 - 93 Orlando Magic
Leikurinn byrjaði með létum, en góðar fréttir fyrir Hawks því Mike Bibby kom úr meiðslum og spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í tæpa viku. Atlanta unnu tvo fyrstu leikhlutana og leiddu í hálfleik, 51-39, 12 stiga munur. Í þriðja leikhluta tóku Magic-menn hins vegar völdin og unnu leikhlutann, 14-28.
D12 g félagar áttu líka þann fjórða, en leikurinn fór 76-93 fyrir Orlando.
Mike Bibby var með 10 stig og 5 stoðsendingar, en Joe Johnson, 22 stig og 7 fráköst, var bestur í liði Atlanta. Þá var Josh Smith með 13 stig og 13 fráköst. Í liði Orlando hafa Jason Williams og Anthony Johnson leyst fjarveru Jameer Nelson af eins og leiðtogar en Johnson var með 17 stig og 3 stoðsendingar. Dwight Howard skoraði 22 stig g reif 17 fráköst en Vince Carter skilaði 21 stigi.
Utah Jazz 105 - 86 Chicago Bulls
Leikmenn Jazz áttu allt í öllu allan tímann en Bulls hafa tapað fjórum leikjum í röð og eru ekki lengur í sæti sem dugar inn í úrslitakeppnina, en þeir dvelja í níunda sæti með 6 sigra og átta töp. Utah eru einnig í níunda sæti en ekki í Austurdeildinni heldur vestan megin.
Carlos Boozer var með 28 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar en Luol Deng hjá Bulls var með 26 stig og 8 fráköst. Þá varði Boozer þrjú skot og Paul Millsap, hjá Jazz, skoraði 12 stig og hirti 9 fráköst.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 28.11.2009 kl. 19:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning