Úrslit næturinnar
23.11.2009 | 12:58
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og voru tveir ógurlega spennandi leikir, þar sem Miami lögðu New Orleans Hornets af velli með sigurkörfu frá Udonis Haslem og Kevin Garnett setti "buzzer beater" niður á lokasenkúndu í leik New York Knicks og Boston Celtics, en sá leikur fór 105-107 fyrir Celtics.
Þá unnu Orlando Magic góðan sigur á Toronto Raptors í annað sinn á tímabilinu, en fyrrum leikmaður Orlando, Hedo Turkoglu, var í eldlínunni og skoraði 12 stig. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur og bæði lið komust mest 13 stigum yfir en Orlando höfðu úthald í að klára leikinn en eftir að Raptors komust yfir í öðrum leikhluta með 13 höfðu Magic-menn tökin á leiknum.
Úrslit næturinnar eru eftirfarandi:
Toronto 96 Orlando 104
New York 105 Boston 107
Charlotte 104 Indiana 88
Miami 102 New Orleans 101
Phoenix 117 Detroit 91
LA Lakers 101 Oklahoma City 85
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning