Úrslit næturinnar

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og voru tveir ógurlega spennandi leikir, þar sem Miami lögðu New Orleans Hornets af velli með sigurkörfu frá Udonis Haslem og Kevin Garnett setti "buzzer beater" niður á lokasenkúndu í leik New York Knicks og Boston Celtics, en sá leikur fór 105-107 fyrir Celtics.

Þá unnu Orlando Magic góðan sigur á Toronto Raptors í annað sinn á tímabilinu, en fyrrum leikmaður Orlando, Hedo Turkoglu, var í eldlínunni og skoraði 12 stig. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur og bæði lið komust mest 13 stigum yfir en Orlando höfðu úthald í að klára leikinn en eftir að Raptors komust yfir í öðrum leikhluta með 13 höfðu Magic-menn tökin á leiknum.

Úrslit næturinnar eru eftirfarandi:
Toronto 96 Orlando 104
New York 105 Boston 107
Charlotte 104 Indiana 88
Miami 102 New Orleans 101
Phoenix 117 Detroit 91
LA Lakers 101 Oklahoma City 85


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband