Earl Boykins til Wizards
22.11.2009 | 09:10
Bakvörðurinn smái, Earl Boykins hefur haldið til Bandaríkjanna á ný, en nú til Washington Wizards.
Hann spilaði um tíma með ítalska liðinu Bologna, en þar ólst hinn frábæri Marco Belinelli upp. Boykins spilaði með þeim eitthvað í byrjun vetrar en hefur ekki komið lengi við þar, því nú dvelur hann hjá Washington Wizards.
Hann var niðurlægður í nótt af Theo Ratliff, en Ratliff varði skot frá honum nánast upp í 15. röð!
Boykins hefur staðið sig með ágætum hjá Wizards og skorað 13,3 stig og gefið 2,7 stoðsendingar, tekið 0,7 fráköst. Þar að auki hefur hann nýtt 100% af vítum sínum(9-9) og nýtt réttrúm 57 prósent skota sinna utan af velli(15-26).
Boykins hefur spilað með ansi mörgum liðum á ferlinum og þau er þessi: Cavaliers, Nets, Magic, Clippers, Warriors, Nuggets, Bucks, Bobcats og nú 3 leiki með Wizards. Hann var þó í nokkur ár með sumum liðanna, en hann byrjaði hjá Cavs, fór til Nets og kom síðan aftur til Cavs í hálft ár. Svo var hann hjá Denver, fór til Bucks og eftir hálft tímabil þar var honum skipt til Denver aftur.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning