Boston-Orlando - Umfjöllun

Orlando Magic unnu Boston Celtics á útivelli í nótt og var um stórleik að ræða hjá Vince Carter.

Leikurinn ætlaði ekki að verða neitt spennandi í byrjuninni, en Orlando leiddu með 16 stigum eftir fyrsta fjórðunginn, 13-29.

Boston sneru hlutunum hins vegar í hina áttina í seinni fjórðungi fyrri hálfleiks, en leikhlutinn fór 27-14 fyrir Celtics og fóru Magic-menn þá þremur stigum yfir í búningsherbergi sitt, 40-43.

Í þriðja leikhluta jókst spennan ekki mikið, en Kevin Garnett setti stuttan "jumper" niður til að opna seinni hálfleikinn, en staðan þá orðin 42-43. Þá tók Mikael Pietrus sig saman í andlitinu og smellti einum "þribba" og eftir það áttu Magic-menn leikinn.

Fjórði leikkhlutinn fór 19-17 fyrir Boston, en það kom ekki að sök fyrir Orlando-menn því þeir unnu frekar öruggan sigur, 78-83.

Stigahæstur Magic: Vince Carter, 26 stig.
Stigahæstur Celtics: Paul Pierce, 21 stig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband