Okafor til Kings?
16.11.2009 | 20:00
Svo gæti farið að kraftframherjinn Emeka Okafor sé á leiðinni til Sacramento Kings, en þá fyrir Kenny Thomas sem er á sínu síðasta tímabili á samningi. Svo virðist sem framkvæmdastjóri liðsins, nú þjálfari, ætla að eyðileggja Hornets-liðið með því að senda fyrrum þjálfara ársins frá sér og skipta Emeka Okafor fyrir slakan leikmann, en Okafor kom til liðsins í sumar.
Okafor hefur nú spilað 11 leiki fyrir Hornets, byrjað í 10 af þeim og skorað 10,5 stig og rifið niður 9,5 fráköst með þeim. Þar að auki er hann með 51% skotnýtingu og 1,9 varið skot að meðaltali í leik. Vítanýting hans er alveg að fara með hann, en hún er aðeins tæp 56% og kannski einhverjir tapaðir leikir á því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning