S-Jax til Bobcats

Hinn fúli Stephen Jackson er á leiðinni til Charlotte þar sem hann mun spila út sinn samning. Honum var skipt þangað nú fyrir stundarkorni og hann er líklega byrjaður að pakka niður og kominn í flugvélina.

Jackson hefur eins og allir vita verið með fýlu í Warriors og meðal annars var hann rekinn í sturtu með fimm villur í fyrsta leikhluta og tvær tæknivillur á æfingatímabilinu gegn LA Lakers, sem þeir unnu hins vegar.

Warriors munu fá einn góan leikmann, Raja Bell sem er góður varnarmaður og getur skorað líka. Jackson er ágætur varnarmaður en hefur ekki sýnt það upp á síðkastið. Bell er með 12,0 stig og 4,2 fráköst í leik sem af er tímabilinu, en það eru um það bil 75 leikir eftir af tímabilinu.

Síðan eru fyllingarnar, Charlotte fá Acie Law IV sem er fínn bakvörður en hefur ekki náð sér á strik í NBA-deildinni, en á þessu tímabili hefur hann skorað 6,2 stig í leik. Þá fá Warriors-menn framherjann Vladimir Radmanovic sem kom til Bobcats í febrúar 2009 og hefur gert fína hluti þar, en það sem búið er af 09-10 tímabilinu hefur hann skorað 4,9 stig og tekið 3,6 fráköst í leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband