Byron Scott rekinn frá Hornets

Fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers, Byron Scott, var látinn pakka í töskurnar í dag, en síðustu árin hefur hann þjálfað New Orleans Hornets.

Árið 2008 var Scott útnefndur þjálfari ársins með 56-26, en í úrslitakeppninni eftir 2007-08 tímabilið, sem hann var þjálfari ársins, duttu þeir naumlega út í undanúrslitum vesturdeildarinnar, 4-3 og síðasti leikur seríunnar fór 82-91, Spurs í vil.

Scott átti farsælan feril með LA Lakers, en á heila ferlinum skoraði hann 14,1 stig og reif niður 2,8 fráköst í leik. Einnig spilaði hann með Vancouver Grizzlies og Indiana Pacers, en eftir að hafa verið í allmörg á hjá Lakers tók hann sér fjögurra ára frí frá þeim en hann sneri síðan aftur til þeirra og kláraði feril sinn þar.

Hann byrjaði þjálfaraferil sinn hjá New Jersey Nets og þjálfaði þá í fjögur tímabil, en síðan þá hefur hann þjálfað New Orleans Hornets og NO/Oklahoma City (sama liðið).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband