Golden State - Minnesota (umfjöllun)
10.11.2009 | 19:45
Minnesota Timberwolves eru ekki að "brillera" þessa dagana en þeir eru í neðsta
sæti vesturdeildarinnar með 1/7 eða 12,5% sigurhlutafall. Keppinautar þeirra í nótt, Golden State Warriors, eru þó að standa sig með prýði þar sem þeir eru í 13. sæti og hafa staðið sig vel síðustu dagana.
Leikur liðanna byrjaði jafn, eftir fyrsta leikhlutann var staðan 33-29, Warriors-mönnum í vil og Kelenna Azubuike hafði skorað 14 stig í leikhlutanum. Þá gaf Stephen Jackson 4 stoðsendingar í lotunni og Jonny Flynn var með 9 stig.
Í öðrum leikhluta tóku Golden State yfir leiknum, Nathan Jawaai byrjaði á að skora úr "lay-up" fyrir Wolves en eftir það var ekkert eftir af orku þeirra. Aleksandar Pavlovic átti fyrstu þriggja stigakörfuna í lotunni, en þegar 9 mín. og 53 sekúndur lifðu af leikhlutanum setti Monta Ellis niður 14. stigið sitt úr stuttskoti og það skot kippti Wolves-mönnum úr lið. Leikhlutinn fór 41-26
fyrir Warriors og í þegar lið héldu til búningsherbergja var staðan 74-55.
Sá þriðji var í höndum Warriors-manna, leikhlutinn fór 37-22 fyrir þeim en auðvitað áttu Wolves sínar ágætu stundir, t.d. þegar Pavlovic smellti niður stórum þrist.
Fjórði leikhlutinn var einnig í eigum Golden State, þeir báru höfuð og herðar yfir öllum í Oracle Arena, sem er heimavöllur Warriors og unnu leikhlutann, 35-28 en leikhlutann áttu þeir Kelenna nokkur Azubuike og Anthony Morrow, en saman skoruðu þeir 19 stig í honum (GSW skoruðu 16 fyrir utan þá tvo).
Stigahæstir í leiknum var Kelenna Azubuike með 31 stig, auk þess sem hann reif 4 fráköst. Svo virðist sem Stephen Jackson sé ekki í fýlu lengur, en hann var einn besti maður vallarins með 10 stig, 6 fráköst, 15 stoðsendingar, 4 stolna bolta og hann varði 2 skot. Hann tapaði aðeins þremur boltum og fékk eina villu á sig, +35 í framlagsstigi. Steph Curry var með 8 stig og 5 stoðsendingar, Monta Ellis með 18 stig og 10 fráköst, Anthony Morrow var með 20 stig og 4 fráköst (+ 4 stoðs.), Anthony Randolph skoraði 23 stig og tók 7 fráköst, varði 3 skot og braut tvisvar sinnum af sér. Allir nema tveir leikmenn skoruðu 10 stig+ nema tveir og það voru Mikki Moore (2) og Steph Curry (8).
Hjá Wolves var Jonny Flynn bestur með 20 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Ramon Sessions skoraði 11 stig og Damien Wilkins reif niður 10 fráköst. Al (Big Al) Jefferson var með 23 stig, en hann hefur ekki hirt mikið af fráköstum, aðeins 6,1 (3 fráköst í nótt).
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning