Arroyo aftur í NBA
13.10.2009 | 19:43
Carlos Arroyo hefur snúið aftur í NBA eftir eins árs vist hjá ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv, en þar var hann með 15,3 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Arroyo hefur átt ágætis feril í NBA, en hann skoraði 12,6 stig og gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu 2003-04 þar sem hann var byrjunarliðsbakvörður Utah Jazz.
Síðast þegar hann spilaði í NBA var hann með Flórída-liðinu Orlando Magic, en hefur hann komist að samkomulagi við Miami Heat til eins árs, en Heat eru einnig í Flórída. Hann kemur til með að koma inn á fyrir Mario Chalmers í bakverðinum meðan Chris Quinn er meiddur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning