Griffin meiddur í fimm til sex daga - Swift til Sixers

Nýliðinn Blake Griffin er meiddur rétt í þessu, en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrr í sumar.
Þessi knái framherji mætti ekki á fyrstu æfingu LA Clippers vegna meiðsla. Þetta gæti haft áhrif á hann en hann gæti auðvitað staðist undir væntingum, en gæti síðan einnig endað eins og Greg Oden, meiðst og spilað lítið á öðru tímabili sínu, en ekkert á því fyrsta.

 

Philadelphia 76ers hafa náð samkomulagi við miðherjann Stromile Swift um að spila með þeim á æfingamótinu, en kannski mun hann spila eitthvað spila með þeim á tímabilinu sem í vændum er. Hins vegar á hann við lítils háttar meiðsli að stríða og mætti ekki æfingu í gær og mun ekki vera með fyrsta leikinn í æfingamótinu ef allt fer eftir áætlun fjölmiðla. Swift spilaði síðast hjá Phoenix Suns en losnaði undan samningi þeirra í sumar þar sem hann átti ekki fleiri ár eftir af honum. Ef hann mun spila eitthvað með þeim á venjulega leiktímabilinu þá mun hann koma inn á fyrir Samuel Dalembert eða þá vera þriðji miðherji og spila í um það bil 5-10 mínútur fyrir aftan Dalembert og Primoz Brezec.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband