Riley og Spolestra búnir að banna Twitter

Forseti Miami Heat, Pat Riley og Erick Spolestra þjálfari þeirra hafa bannað Twitter síðuna innan um hópinn og einnig mega leikmenn liðsins ekki drekka. Michael nokkur Beasley sem kom nýlega aftur til Miami frá Houston þar sem hann var í eiturlyfjameðferð gæti átt erfitt með að fylgja þessum reglum, en hann hefur átt við slæmt eiturlyfjavesen undanfarna mánuðina.

Riley, sem er fyrrum þjálfari Heat tilkynnti liðinu þetta fyrir skömmu og er lykilleikmaður liðsins, Dwayne Wade fullkomlega sammála þessum reglum. Michael Beasley hefur eitt aðgangi sínum á Twitter en hann hefur gert það fyrr og er þetta því í annað sinn.

Dwayne Wade sagði við fjölmiðla á dögunum að þegar maður mætir til starfs þá mætir maður til starfs. Einnig sagði hann þetta: ,,Maður er ekki á Twitter við starf, þú mátt það ekki`` sagði Wade. ,,Þú hins vegar mátt vera á Twitter frá starfi, því það er nauðsynlegt að hafa samskipti við aðdáendur og félaga`` bætti hann svo við.


(Riley og Spolestra, er Spolestra tók við þjálfara-
stólnum hjá Heat.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband