Smith mun halda áfram sem sjötti maður

Svo er ljóst að Denver Nuggets munu ekki láta J.R. Smith í byrjunarlið, en þeir hafa gefið það út að hann muni halda áfram sem sjötti maður. Þeir hafa nú einn nýjan skotbakvörð(SG) sem er hörkufínn og svo tvo miðlungsskotbakverði sem eru nýir, en allir þessir nýju skotbakverðir geta einnig spilað framherja svo Smith getur eitt mun meiri tíma í sinni stöðu því Denver hafa aðeins einn framherja(SF) sem er Carmelo Anthony.

Joey Graham mun líklega vera byrjunarliðsskotbakvörður en eins og við greindum frá á dögunum þá er hann kominn til Nuggets, en í Toronto Raptors stóð hann sig vel og var með 7,7 stig að meðaltali í leik á liðnu leiktímabili.

Smith er frábær leikmaður og hefur verið með í troðslukeppnum og er svo frábær þriggja stiga skytta. Hann var með 15,2 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.


(Smith var tilnefndur sem sjötti maður ársins.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband