T-Mac verður ekki tilbúinn fyrir æfingaleikina

Svo er ljóst að skotbakvörðurinn Tracy McGrady verður ekki klár í slaginn áður en æfingatímabilið hefst en hann hefur verið meiddur ásamt Yao Ming í þó nokkurn tíma, en Yao og McGrady eru lykilleikmenn Houston Rockets. Ming gæti verið að leggja skóna á hilluna, en hann gerir sér grein fyrir því að hann gæti þurft að gera það því hann er búinn að kaupa fyrrum lið sitt, Sanghay Sharks.

Leikmenn Houston Rockets létu það hins vegar ekki stoppa sig að þeir væru án tveggja bestu manna sinna, en þeir voru nálægt því að slá út meistara LA Lakers en sú sería fór 4-3 fyrir
Lakers-mönnum. Þetta voru undanúrslit Vesturdeildarinnar og unnu Lakers Denver Nuggets þar á eftir og komust þar með í úrslit og unnu Orlando Magic þar.

McGrady skoraði 15,6 stig og gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á liðnu tímabili en hann spilaði aðeins 35 leiki á því. Hann er þrítugur og á 3-4 góð ár eftir en svo gæti hann gerst sjötti maður eða byrjunarliðsmaður með góðan sjötta mann sem spilar kannski 30 mínútur.


(T-Mac hefur verið fjarri góðu gamni undanfarna mánuðina.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband