Voskuhl til Mavs
28.9.2009 | 14:37
Dallas Mavericks hafa náð samkomulagi við miðherjann Jake Voskuhl um að spila með þeim á æfingatímabilinu og ef hann stendur sig vel þar þá gætu þeir notað hann eitthvað á venjulega leiktímabilinu, en miðherja og framherjahópur Mavericks-manna er það þéttskipaður að hann mundi ekki komast inn í hópinn nema að hann mun standa sig frábærlega í æfingamótinu.
Æfingaleikirnir hefjast eftir tvo daga og munu lið þá fara aftur á fullt en bestu mennirnir hafa ekki spilað mikið í þessu móti hingað til, en Kobe Bryant spilaði þó nokkuð mikið í fyrra. Voskuhl verður 32 ára á fimmtudaginn en hefur ekki alveg átt mjög farsælan feril, ekki unnið titil og á liðnu tímabili skoraði hann 0,9 stig að meðaltali í leik og hirti 1,6 frákast á 6,3 mínútum í leik.
(Jake Voskuhl.)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning