Gray búinn að endurnýja við Bulls - Udoka til Blazers á ný

Miðherjinn Aaron Gray endurnýjaði samning sinn við Chicago Bulls á þriðjudaginn og mun því spila með liðinu á komandi tímabili. Gray er aðeins 24 ára en hann verður 25 ára í desember og á nóg eftir af ferli sínum. Hann spilar þó ekkert rosalega mikið með Bulls en tekur ólmurt framförum. Á liðnu tímabili skoraði hann 3,5 stig og hirti 3,9 fráköst að meðaltali í leik, en hann var þó með betri tölur tímabilið 2007-2008 sem nýliðatímabil hans en ástæðan fyrir því er einföld, hann kom inn á fyrir J. Noah á 07-08 en nú kom Brad Miller og hann hefur verið þriðji miðherji síðan. Gray er samt alltaf að verða betri.

 

Portland TrailBlazers hafa náð samkomulagi við framherjann Ime Udoka um að spila með liðinu. Framkvæmdastjóri liðsins sagði við fjölmiðla á dögunum að þeim vantaði reynsluríkan mann og þá kom hann með Jarron Collins sem er yfir þrítugt og nú Udoka sem í ágúst varð 32 ára. Þeir hafa nú einnig samið við Juwan Howard, en hann er 36 ára að aldri. Hann sömdu þeir við á föstudaginn en við á www.nba.blog.is greindum frá því að þeir væru búnir að semja við hann, en ekki skriflega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband