Verður Bosh áfram í Raptors?
26.9.2009 | 13:04
Fram kemur á vefsíðunni ESPN.com að miðherjinn Chris Bosh muni líklega halda áfram með liði sínu, Toront Raptors ef liðið kemst í úrslitakeppni komandi tímabils. Leikmaðurinn er samningslaus að ári og getur hann þá farið hvert sem hann vill án þess að Raptors geti jafnað boð annarra liða og fengið hann umsvifalaust til baka.
Þeir eiga hins vegar möguleika á mörgum öðrum hæfileikaríkum kraftframherjum og miðherjum ef Bosh fer, en þá erum við að tala um menn eins og Amaré Stoudemire, Al Harrington, Jermaine O'neal, Chris Wilcox, Kenyon Martin og fleiri.
Liðsfélagar Bosh segja að honum líði vel í Toronto og vilji vera þar eins lengi og hann geti en hann var valinn fjórði af Raptors í nýliðavalinu árið 2003. Hann byrjaði hins vegar feril sinn ekki vel og skoraði aðeins rúm 11 stig að meðaltali í leik, en hefur tekið miklum framförum síðan.
(Bosh í leik með Raptors.)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning