Lee búinn að endurnýja við Knicks
25.9.2009 | 22:32
Framherjinn sterki David Lee hefur endurnýjað samning sinn við lið sitt, New York Knicks en hann var samningslaus í sumar og kemur einmitt aftur fyrir æfingamótið sem hefst í október. Hann fær 8 milljónir dollara á einu tímabili sem er rúmlega tvöfalt meir en Allen Iverson fær á þeim tíma.
Þessi 26 ára framherji var með flestar tvennurnar á síðasta tímabili, en hann var með 65 slíkar. Lee er frábær leikmaður og kemur til með að verða enn betri í framtíðinni, en hann er mjög vanmetinn og hefur alltaf verið það.
Nate nokkur Robinson sem einnig hefur samið við Knicks á ný hefur trú á því að liðið nái alla leið í úrslitakeppnina og má hann því anda léttar því Lee hefur bæst í hópinn og mun því hjálpa liðinu mjög við að komast í úrslitakeppnina.
Lee var með 16,0 stig og 11,7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en hann gaf einnig 2,1 stoðsendingu í leik á liðnu leiktímabili. Hann varði hins vegar ekki mikið af skotum, en þau voru aðeins 0,3 að meðaltali í leik.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning