Dampier gæti byrjað á bekknum

Miðherjinn og frábæri varnarmaðurinn, Erick Dampier gæti verið á bekknum fyrstu mínútur leikja Dallas Mavericks í vetur, en þeir ætla að leita til smærri manna, eins og Drew Gooden og Shawn Marion, en orðrómur hefur borist um að Shawn Marion gæti spilað framherja, kraftframherja og miðherja á komandi tímabili.

Dampier hefur staðið sig vel með Dallas undanfarin ár, en reynslugarpurinn er orðinn 34 ára gamall þó að hann sé með 1,2 varin skot að meðaltali í leik. Dampier sem er frábær varnarmaður er með 11,5 milljónir dollara í laun fyrir sinn samningstíma en það fer að minnka því kappinn fer að eldast.

Drew Gooden kom til Dallas í sumar frá San Antonio Spurs en hann fékk ekki stórt tækifæri það þó að hann hafi nýtt það litla tækifæri hjá þeim en Mavs keyptu hann á 1,4 milljónir dollara og gæti það verið gott fyrir þá því þeir þurfa ekki að borga honum mikið og hann gæti verið á leiðinni í byrjunarlið.

Byrjunarlið Dallas gæti verið þannig skipað að Drew Gooden muni spila miðherja, Dirk Nowitzki kraftframherja, Shawn Marion framherja, Josh Howard í skotbakverðinum og Jason Kidd í bakverðinum. Jason Terry mun þá verða sjötti maður og Erick Dampier mun þá koma sterkur inn af bekknum í um það bil 15-20 mínútur í leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband