Robinson heldur að NYK komist í úrslitakeppnina
25.9.2009 | 17:25
Bakvörðurinn knái Nate Robinson hefur gefið það út að hann heldur að lið hans, New York Knicks komist í úrslitakeppnina að ári en hann endurnýjaði samning sinn við félagið á dögunum. Robinson var handtekinn í sumar og gæti það haft áhrif á leik hans, en ef svo er ekki þá er hann sennilega búinn að taka framförum síðan á liðnu leiktímabili.
Robinson hefur verið í viðræðum við Knicks undanfarna daga og kom í ljós fyrir skömmu að hann hafi samið við Knicks aftur. Einnig er David Lee án samnings og hann mun semja á næstu misserum við Knicks, en Knicks hafa ekki gert neinar stórbreytingar á liði sínu í sumar.
Robinson mun líklega skipta bakvarðarstöðunni á milli sín og Chris Duhon en þeir gerðu það í fyrra auk þess sem Robinson spilaði eitthvað sem skotbakvörður. Duhon á eitt ár eftir af samningi sínum en hann gæti vel haldið sig við Knicks að ári.
Robinson átti sitt albesta tímabil í fyrra en hann skoraði 17,2 stig, gaf 4,1 stoðsendingu og hirti 3,9 fráköst að meðaltali í leik, en fráköstin eru mjörg mörg miðað við þetta smáan leikmann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning