Felton loksins aftur til Bobcats
23.9.2009 | 07:33
Charlotte Bobcats hafa samið við bakvörðinn knáa Raymond Felton til eins árs. Felotn hefur verið leiðtogi Bobcats undanfarin tvö ár með Gerald Wallace og síðast en ekki síst Emeka Okafor, en honum var skipt til New Orleans Hornets í sumar fyrir miðherjann Tyson Chandler.
Felton hefur nú upplifað ævilangt sumar eins og Allen Iverson, en hann fór á dögunum til Memphis Grizzlies. Samningur þessi er upp á 5,5 milljónir dollara en það er meira en Allen Iverson fær á sama tíma og Felton.
Felton skoraði 14,2 stig, gaf 6,7 stoðsendingar og tók 3,8 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en það telst mjög góður árangur og gæti vel verið að hann mundi komast í stjörnuleikinn ef það væru ekki svona margir geggjaðir leikmenn.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Breytt 24.9.2009 kl. 19:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning