Luther Head til Pacers

Bakvörðurinn Luther Head hefur tekið þá ákvörðun að yfirgefa herbúðir Miami Heat og mun nú ganga til liðs við Indiana Pacers en Pacers hafa ekki staðið sig vel á skrifstofunni í sumar en Larry Bird situr þar hugsi.

Head hefur staðið sig með ágætum allan sinn feril en Houston Rockets, hans fyrrverandi lið ráku hann á miðju síðasta tímabili. Þaðan lagði hann af stað til Miami Heat en það var ekki fyrr en eftir þó nokkurn tíma. Þar skoraði hann 4,3 stig og reif 2,5 fráköst, auk þess sem hann gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Indiana menn ættu nú að vera fullmannaðir fyrir komandi tímabil en þó að þeir hafi ekki verslað mikið í sumar eru þeir með ansi sterkt lið, það verður nú bara að segjast. Hins vegar eru þeir ekki með lið sem er að fara inn í úrslitakeppnina og slá út eitthvað lið í fyrstu umferð. Þeir geta í mesta lagi komist inn í hana. 


(Head í leik með fyrrum félögum
sínum í Houston.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband