Sessions endanlega til T´Wolves

Ramon Sessions er nú að pakka og fara til Minneappolis því gamla lið hans, Milwaukee Bucks hafa ákveðið að jafna ekki tilboð Minnesota Timberwolves í leikmanninn en Sessions var "restricted free agent" og áttu því Bucks rétt á því að jafna hvaða tilboð sem er í leikmanninn þó hann mundi samþykkja boð annarra liða. Sessions átti frábært tímabil á því liðna en hann var með 12,4 stig, 5,7stoðsendingar og 3,4 fráköst, auk þess sem hann stal 1,0 bolta.

Þetta, og annað tímabil hans var hans albesta, en á tímabilinu 2007-2008 skoraði hann réttrúm 8 stig, en hann gaf þó 7,5 stoðsendingar, en hann tapaði mun fleiri boltum, stal jafn mikið og hirti jafn mikið af fráköstum. Hann var með lélegri vítaprósentu á fyrra tímabili sínu, en þó mun betri þriggja stiga nýtingu.

Sessions samdi við Wolves til fjögurra ára og fær á þeim tíma 16,4 milljónir dollara, en hann hefur ekki fengið svo mikið áður, enda var hann valinn 56. í nýliðavalinu árið 2007 og númer 56 er fimmti síðasti leikmaðurinn sem er valinn í öllu heila nýliðavalinu.


(Sessions, í leik með fyrrum liði sínu, Bucks.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband