MJ, Robinson og Stockton í höllina

Michael Jordan verður innleiddur í frægðarhöllina í dag en aldrei var spurning hvort hann myndi komast þangað. Jordan var langbesti leikmaður í heimi á sínum tíma, eða í kringum 1990, en hann var það líka nokkur ár eftir það, en svo hægði hann aðeins á sér kannski síðustu 3 árin, enda orðinn fertugur.

Þá er hinn frábæri John Stockton einnig á leiðinni í höllina, en hann átti glæstan feril með tæpum 16,000 stoðsendingum og um 20,000 stigum. Stockton á þetta svo sannarlega skilið.

David Robinson mun ganga í höllina í dag, en hann skilaði 2 titlum í skáp San Antonio Spurs, en hann var frábær leikmaður og eitt sinn, á móti Los Angeles Clippers skoraði hann 71 stig en það er eitt af því besta sem hefur skorast í NBA.

Jerry Sloan mun einnig vera innleiddur í höllina í dag en ekki fyrir að hafa verið fínn leikmaður á 7. og 8. áratuginum heldur fyrir að hafa unnið 1000 leiki með einu liði sem þjálfari, og það eru Utah Jazz sem voru það heppnir að fá þennan frábæra þjálfara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband