Sessions til Wolves

Bakvörðurinn Ramon Sessions hefur samið við "stórveldið" Minnesota Timberwolves en Sessions hefur verið samningslaus i allt sumar og ekkert lið náð í hann. Ekki er hann þó alveg kominn til þeirra því fyrrverandi lið hans Milwaukee Bucks geta jafnað 4 ára og 16 milljóna tilboð T'Wolves og fengið hann aftur. Sessions stóð sig það vel á síðasta tímabili að hann ætti að vera kominn í lið fyrr og betra lið eins og Atlanta Hawks eða Cicago Bulls, en hins vegar hafa bæði þessi lið ekki þörf á honum, bara lið svipað sterk og Hawks og Bulls.

Sessions var með mikilvægustu mönnum Milwaukee Bucks á síðasta tímabili og stóð sig með prýði.
Hann skoraði 12,4 stig og gaf 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess að hafa stolið 1,1 bolta að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband