Bill Laimbeer og Reggie Theus verða hægri hönd Rambis þetta ár

Bill Laimbeer hefur tekið af sér það hlutverk að sitja við hlið Kurt Rambis, en Rambis sem tók nýlega
við þjálfarastóli Timberwolves hefur ekki enn sannað sig þar sem hann hefur ekki ennþá fengið góða menn til liðsins. Einnig hefur Reggie Theus gengið til liðs við þá en hann átti frábæran feril, nákvæmlega eins og Laimbeer sem var einn besti miðherji NBA-deildarinnar er hann spilaði með Detroit Pistons á sínum tíma.

Laimbeer hefur stýrt liði Detroit Shock í WNBA síðustu ár og leiddi þær stelpur meðal annars til meistaratitils þrisvar. Besta tímabil Laimbeers var 84-85 þar sem hann skoraði 17,5 stig og hirti 12,4 fráköst.

Theus átti glæstan feril og spilaði hann fyrstu 5 og hálf tímabil sín með Chicago Bulls, fór þaðan til Kansas City og flakkaði eitthvað um eftir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband