Stærra hlutverk fyrir Wright? - West aftur til Hawks?

Svo gæti farið að Rasual Butler skiptin munu leiða til þess að framherji New Orleans Hornets, Julian Wright spili meira á komandi tímabili en hann hefur gert á síðustu tveim tímabilum. Wright er fínn leikmaður og hefur verið að bakka Peja Stojakovic upp, en hann er að eldast og spilar ekki eins mikið svo Wright gæti fengið 20-22 mínútur á móti honum, en Wright var aðeins að spila 14,3 mínútur að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Mario West hefur gefið það út að hann gæti verið á leiðinni til Atlanta Hawks aftur, en hann hefur spilað með liðinu allan sinn tveggja ára feril og er nú "restricted free agent". Fyrr í sumar var talið ólíklegt að Hawks myndu vilja hann aftur en komið er í ljós að þeir gætu fengið hann aftur til að fullmanna hóp sinn fyrir tímabilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband