Góður sigur á þeim hollensku
22.8.2009 | 19:40
Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann það hollenska í Smáranum fyrir andartaki. Það stoppaði ekki okkur íslendingana að þeir væru með einn núverandi NBA leikmann, Francisco Elson, einn fyrrverandi NBA leikmann og átta menn yfir 2 metrana. Þeir Elson og fyrrum NBA maðurinn Henk Norel litu ekki út eins og NBA leikmenn í dag og eftir fyrsta leikhluta stóðu leikar 24-12 íslendingum í vil.
Jón Arnór Stefánsson var einn af okkar sterkustu mönnum, en Pavel Ermolinskij átti 10 góðar stoðsendingar og 8 fráköst, auk þess að hafa skorað 7 stig. Jón var með 23 stig, og til að krydda það hirti hann 5 fráköst. Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig, en var með 5 villur og þurfti því að kveðja leikvöllinn umsvifalaust.
Við leiddum í hálfleik með 28 stigum, 59-31 en vörn íslendinga alveg frábær og skotnýtingin mjög góð. Hollendingar kveðja því landið með 12 stiga mistök að baki,
87-75.
Elson
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Landsliðið | Breytt 24.8.2009 kl. 08:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning