Smith til Atlanta

Atlanta Hawks eru búnir að næla sér í framherjann Joe Smith, en Smith sem er 34 ára gamall skoraði 6,5 stig að meðaltali í leik með Oklahoma City og Cleveland Cavaliers á síðasta leiktímabili. Hann hefur oft þurft að pakka niður og skipt um lið en hann er búinn að eiga heima í skiptabransanum síðan hann fór frá Golden State Warrios tímabilið 1997-1998, en þá var honum skipt til Philadelphia 76ers á miðju tímabili. Smith spilaði svo aftur með Philly tímabilið 2006-2007 og skoraði þá 9,2 stig að meðaltali í leik, en hann spilaði örfá leiki með Denver Nuggets á því tímabili.

 

Smith spilaði með Chigaco Bulls og Cleveland tímabilið 2007-2008 og var skipt frá Cavs til Milwaukee Bucks, en þeir skiptu honum til Oklahoma Thunder án þess að hann spilaði leik þar, en á miðju tímabili fór hann aftur til Cavs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband