Celtics að ná samningum við Daniels

Boston Celtics eru nú að ná samningum við skotbakvörðinn Marquis Daniels, en Daniels spilaði fyrir Indiana Pacers á síðasta tímabili. Boston munu þá líklega reyna á undanþáguna á launaþaki, sem má taka annað hvert ár þar sem þeir eiga ekki svigrúm fyrir Daniels.

Eins og á vefsíðunni kom fyrir stuttu hafa Boston einnig náð samkomulagi við Glen Davis, en hann mun semja við liðið á næstu misserum. Davis semur til tveggja ára og á þeim tíma mun hann fá 6,3 milljónir dollara.

Daniels skoraði 13,6 stig og hirti 4,6 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en Davis skoraði 7,0 stig og hirti 4,0 fráköst.


Líklega komandi liðsfélagar, Davis og Daniels.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband