Enn einn Williams-inn í fréttum

Marcus Williams, sem lék með Golden State Warriors í fyrra hefur samið við Memphis Grizzlies til eins árs en ekki hefur verið gefið upp peningana. Þetta er nú þriðji Williams-inn sem er nú í fréttum, en hinir tveir voru Marvin Williams og Jason Williams sem fór til Knicks.

Marcus Willliams byrjaði hjá NewJersey Nets og dvaldi þar í tvö ár og var að spila um 16 mínútur og skora um 6,3 stig að meðaltali í leik á þeim tveimur tímabilum en hjá Warriors spilaði hann aðeins 6,0 mínútur og skoraði 1,3 stig a meðaltali í leik.

Memphis eru ekki með mikið af góðum bakvörðum en þeir eru með O.J. Mayo, sem er hins vegar skotbakvörður en getur spilað PG og Mike Conley Jr. sem er nú mjög fínn. Williams mun líklega koma inn á fyrir Conley í svona 15-20 mínútur að meðalali í leik ef allt fer vel. Hann bætti leik sinn mjög mikið þegar hann fór í Summer League í Las Vegas en nú sjáum við hvernig fer hjá honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband