Williams búinn að framlengja við Hawks

Framherjinn Marvin Williams framlengdi í gær samning sinn við Atlanta Hawks til margra ára. Hann fékk boð upp á rúmar 37 milljónir dollara á fimm árum og vissu því flestallir að hann myndi framlengja. Williams er nú að fara að spila sjötta ár sitt í NBA-deildinni en alltaf hefur hann spilað með núverandi liði sínu,Atlanta Hawks.

Williams var í einu af aðalhlutverkum Atlanta í vetur en hann var byrjunarliðsframherji og mun líklega gegna því hlutverki á ný. Hann skoraði 13,9 stig og hirti 6,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband