Philly fá nýjan aðstoðarþjálfara
6.8.2009 | 18:16
Philadelphia 76ers hafa fengið til sín aðstoðarþjálfarann Randy Ayers, en hann hefur þjálfað mörg lið sem hægri hönd nokkurra manna og þjálfað Sixers sem aðalþjálfari rúmlega hálft tímabilið 2003-2004 en hann var rekinn þaðan eftir 52 leiki.
Hann var aðstoðarþjálfari hjá Orlando Magic fyrir ekki svo löngu en annars var hann aðstoðarþjálfari Washington Wizards er MJ spilaði í D.C., en hann hefur ekki þjálfað NBA lið í smá tíma.
Hann hefur verið að þjálfa háskólalið Ohio Sate en hann var yfirþjálfari þar en ekki aðstoðarþjálfari. Nú mun hann setjast í stól við hægri hönd Eddie Jordan, sem var ráðinn sem yfirþjálfari Sixers fyrir skömmu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning