Philly fá nýjan aðstoðarþjálfara

Philadelphia 76ers hafa fengið til sín aðstoðarþjálfarann Randy Ayers, en hann hefur þjálfað mörg lið sem hægri hönd nokkurra manna og þjálfað Sixers sem aðalþjálfari rúmlega hálft tímabilið 2003-2004 en hann var rekinn þaðan eftir 52 leiki.

Hann var aðstoðarþjálfari hjá Orlando Magic fyrir ekki svo löngu en annars var hann aðstoðarþjálfari Washington Wizards er MJ spilaði í D.C., en hann hefur ekki þjálfað NBA lið í smá tíma.

Hann hefur verið að þjálfa háskólalið Ohio Sate en hann var yfirþjálfari þar en ekki aðstoðarþjálfari. Nú mun hann setjast í stól við hægri hönd Eddie Jordan, sem var ráðinn sem yfirþjálfari Sixers fyrir skömmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband