John Wall er spáð #1 í nýliðavalinu 2010

Sacramento eiga valrétt númer eitt árið 2010 og ef spáin er rétt munu þeir velja bakvörðinn John Wall. Wall er 6'4 á hæð og er líkt við Derrick Rose og Rajon Rondo en þeir eru svipaðir leikmenn nema að Rondo skorar minna. Hann leikur nú fyrir háskólalið Kentucky.

Washington Wizards eiga valrétt tvö og munu þeir líklega taka kraftframherjann Ed Davis frá North Carolina. Davis er 6'9 og getur einnig spilað litla framherjann eða SF. Hann getur spilað miðherjann en er ekkert svakalegur í þeirri stöðu.

LA Clippers eiga rétt framarlega á ný og er þeim spáð Litháenánum Donats Montiejunas en hann er aðeins að verða 18 ára í október. Hann spilar með litháenska liðinu Zalgiris og skoraði þar 1,3 stig að meðaltali í leik á 2007-2008 tímabilinu og vann litháenska titilinn með þeim þá en hann spilaði ekkert síðasta tímabil með þeim.

Alla spánna má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er frekar erfitt að vita hver mun eiga fyrsta valrétt þangað til það verður dregið um hver fær hann einhvern tímann í maí. Þangað til miðar nbadraft.net við stöðu liðanna í deildinni, s.s. liðið með lélegasta vinningshlutfallið er sett í fyrsta sætið o.s.frv.

Annars gæti ég vel trúað því að Wall verði valinn fyrstur. Virðist vera mjög svipaður leikmaður og Rose miðað við það sem ég hef séð af honum. Reyndar aðeins meira cocky, sem vonandi vex af honum hjá Kentucky. Hlakka líka til að sjá Cole Aldrich í ár, gæti vel verið valinn nr. 1 eða 2. Hann var rosalegur í March Madness í ár og spilar með Kansas sem eru líklegast með besta liðið í háskólaboltanum næsta tímabil. 

Kristján 9.8.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband