Williams á leið til NY

Bakvörðurinn knái Jason Williams hefur ákveðið að snúa aftur til NBA-deildarinnar eftir eins árs fjarveru, en nú mun hann ganga til liðs við New York Knicks. Williams var valinn sjöundi af Sacramento Kings árið 1998 og spilaði þar í þrjú tímabil, fór þaðan til Memphis Grizzlies þar sem hann stoppaði 4 ár og seinast lék hann með Miami Heat en hann spilaði þar í þrjú tímabil. Hann samdi í fyrra sumar við LA Clippers en spilaði ekki leik þar því hann hætti rétt fyrir síðasta tímabil.

"Hvíta súkkulaðið", eins og hann er kallaður hefur skorað 8,8 stig og gefið 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik yfir ferilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband