Warrick til Bucks
4.8.2009 | 09:54
Hakim Warrick hefur tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Milwaukee Bucks , en það er mjög mikilvægt fyrir Bucks þar sem þeir hafa misst kraftframherjann sinn Charlie Villanueva sem reyndist þeim mjög svo mikilvægur á síðasta tímabili. Warrick er frábær skytta innan þriggja stigalínunnar en etur nú vel skotið þriggja.
Hann skoraði 11,6 stig og hirti 5,0 fráköst að meðaltali í leik en hann spilaði sem sjötti maður þetta ár eins og hann hefur gert allan sinn feril.
Warrick gerði eins árs samning og mun því spila næsta leiktímabil að minnsta kosti með Milwaukee Bucks en umræður voru um að hann myndi fara til Cleveland Cavaliers en ekki fór þetta þannig. Þá er stóra spurningin hvort hann fari þangað næsta sumar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning